Barnamatur | Gott veganesti fyrir lífið

Móðurmjólkin

Móðurmjólkin er það besta sem þú getur gefið barninu þínu, en brjóstagjöf er miklu meira en máltíð. Þegar brjóstagjöfin gengur vel upplifa bæði móðir og barn nánd sem hefur jákvæð áhrif á bæði. Þar fyrir utan er þægilegt að að hafa við höndina hæfilega heitan, ferskan og ókeypis mat hvenær sem þörf er á. Hafðu samband við heilsugæslustöðina ef þú hefur einhverjar spurningar eða ef einhverjir erfiðleikar eru við brjóstagjöf.

Hvað er í brjóstamjólk?
Móðurmjólkin er séstaklega samsett þannig að hún hæfi ungbarni. Ekkert getur komið í stað hennar út frá næringarsjónarmiði. Í brjóstamjólk er einfaldlega hæfilegt magn af öllu sem barnið þarf fyrstu sex mánuðina (ef undan er skilið D-vítamín sem mælt er með því að gefa barninu í dropum).

Móðurmjólk inniheldur bara þriðjung þess próteins sem er í kúamjólk en það er mátulegt magn fyrir ungbarnið. Hvorki móðurmjólk né kúamjólk innihalda nægilegt járnmagn fyrir barnið en það þarf þó ekki aukaskammt af járni fyrstu mánuðina því náttúran hefur komið því svo fyrir að börn fæðast með birgðir af járni og ná auk þess að taka upp stóran hluta þess járns sem í móðurmjólkinni er.

Í brjóstamjólkinni er hæfilegt magn af vítamínum (að undanskildu D-vítamíni) og steinefnum. Vatnsleysanleg vítamín finnast í móðurmjólkinni í mismiklu magni eftir því hvað móðirin borðar. Móðurmjólkin inniheldur líka ýmis næringarefni og mótefni sem vernda barnið gegn sýkingum.

D-vítamín
Eina sem barnið þarf aukalega fyrsta hálfa árið er D-vítamín. Mælt er með D-vítamíndropum frá 4 vikna aldri. Fyrsta árið er D-vítamín mjög mikilvægt til að styrkja tennur og bein. Hér á Norðurlöndunum er erfitt að fá nóg D-vítamín sérstaklega fyrir börn sem eru eingöngu á brjósti og komast lítið í snertingu við sólarljós. Mælt er með 10 míkrógrömmum á dag.

Leyfðu matarlystinni að stjórna
Leyfðu barninu að stjórna hversu oft og hve lengi það borðar. Þú getur fylgst með þyngdar- og lengdarkúrfu barnsins á heilsugæslunni og þá sérð þú hvort barnið þitt vex eins og það á að gera. Mjólkurframleiðslan stjórnast að miklu leyti af eftirspurn og því oftar sem barnið er á brjósti því meiri mjólk er framleidd.
Ef af einhverjum ástæðum þú getur ekki haft barn á brjósti eða hefur áhyggjur af að barnið þitt fái ekki næga mjólk skaltu hafa samband við hjúkrunarfræðing í ungbarnaeftirlitinu á heilsugæslunni þinni.

Fyrstu smáskammtarnir

Hverju þroskaskeiði hentar ákveðinn matur. Börn þroskast hvert á sínum hraða og þess vegna er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær barnið er tilbúið fyrir næstu tegund af barnamat. Aldurstölurnar eru þannig aðeins til viðmiðunar. Það getur verið ágætt að ræða við starfsfólk á heilsugæslunni um hvenær henti barninu að fá fasta fæðu. Móðurmjólk ætti að vera hluti af næringu barnsins allt fyrsta árið eða lengur. Haltu áfram brjóstagjöf svo lengi sem það hentar þér og barninu þínu.

Almennur þroski
Móðurmjólkin er langbesta fæðan fyrir lítil börn. En eftir fjóra mánuði hefst nýr kafli í þroskasögu barnsins. Það hættir að verja mestum tíma sínum í að sofa og borða og fer að fá aukinn áhuga á umhverfinu. Barnið þekkir fjölskylduna, leikur sér með hendur og fætur og brosir meira. Fljótlega lærir barnið líka að sitja án stuðnings og getur teygt út hendurnar eftir hlutum. Þannig verður barnið sífellt virkara og tekur meiri þátt.

Hvers vegna einmitt núna?
Á þessu stigi öðlast börnin líka betri stjórn á vöðvum og taugakerfinu. Meðfædd viðbrögð, sem valda því að barnið spýtir öllu út úr sér sem það fær í munninn, láta undan síga. Nú er það ekki lengur sogþörfin ein sem stjórnar heldur fer barnið að nota munninn á nýjan hátt, til dæmis lærir það að nota tunguna til að móta matinn þannig að það geti kyngt mátulegum skammti. Móðurmjólk er þó ennþá besta næring sem býðst.

Hvernig á maturinn að vera?
Það þarf að vera auðvelt að kyngja honum. Í fyrsta lagi má hann ekki vera of þykkur. Þar sem magi barnsins er óvanur öðru en móðurmjólkinni verða fyrstu skammtarnir að vera mildir á bragðið. Þannig verður auðveldara fyrir barnið að venjast nýjum bragðtegundum. Gott er ef maturinn inniheldur ekki of margar tegundir hráefna. Það er best ef barnið fær að venja sig við eitt ákveðið bragð í einu. Þú þarft líka að fara varlega í að gefa barninu salt og sykur. Sem sagt: Skammtarnir eiga að vera litlir og það er ennþá móðurmjólkin sem er mikilvægasta næringin.

Nýjar bragðtegundir

Hverju þroskaskeiði hentar ákveðinn matur. Börn þroskast hvert á sínum hraða og þess vegna er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær barnið er tilbúið fyrir næstu tegund af barnamat. Aldurstölurnar eru þannig aðeins til viðmiðunar.

Þegar barnið þitt er orðið eldra þolir maginn fleiri matartegundir. Þá er kominn tími til að auka fjölbreytnina. Auk þess þarf að koma til móts við aukna næringarþörf barnsins með því að bæta öðrum mat við móðurmjólkina frá sex mánaða aldri ef barnið er ekki byrjað að borða fyrr. Ef gengið hefur vel með litlu skammtana gæti verið kominn tími til að prófa fleiri tegundir í hverri máltíð. En takið því rólega. Það er mikilvægt að barnið njóti þess að borða og sé öruggt þegar það fær að prófa nýjan mat. Öll börn læra á endanum að borða. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur. Þú getur haldið áfram brjóstagjöfinni eins lengi og ykkur hentar, móðurmjólkin er ennþá frábær næring fyrir barnið þitt.

Almennur þroski
Þegar barnið er orðið aðeins stærra hefur það líka meira gaman af að uppgötva eitthvað nýtt. Nú er barnið á góðri leið með að læra að sitja í barnastólnum sem er frábær útsýnisstaður til að skoða heiminn (í 10-20 mínútur að hámarki til að byrja með). Brosið kemur ekki bara fyrir tilviljun heldur er barnið búið að læra að „daðra” meðvitað við þá sem eru í kringum það. Barnið getur nú snúið höfðinu í þá átt sem hljóð berast úr og byrjar að nota hljóð til að tjá sig sjálft. Nú gengur líka betur með fínhreyfingarnar. Barnið getur sjálft sett hluti upp í sig – bæði matinn og líka ýmislegt annað.

Af hverju núna?
Nú eykst forvitnin varðandi matinn. Barnið þitt fylgist til dæmis með þér þegar þú ert að undirbúa máltíðina. Ef það gengur vel að borða litlu skammtana sem þið byrjuðuð á þýðir það að barnið er að venjast við fasta fæðu og hægt er að gefa því fleira. Barnið getur smám saman farið að tyggja þótt tennurnar séu ekki komnar. Til að það læri að tyggja þarf það að fá mat sem hefur aðeins grófari áferð. Á þessu stigi lærir barnið að hreyfa efrivörina þannig að hægt sé að loka munninum utan um skeiðina.

Hvernig á maturinn að vera?
Á þessum aldri er gott að barnið þitt læri að meta fleiri bragðtegundir. Barnið er jú á góðri leið með að læra að borða heila máltíð með mörgum ólíkum hráefnum. Þannig lærir barnið snemma að borða fjölbreyttan mat. Það er ágætt að halda áfram að gefa graut til að venja barnið við mismunandi korntegundir. Munið að eftirleiðis er mikilvægt að fara varlega þegar salt og sykur eru annars vegar. Móðurmjólkin er ennþá besta næringin, svo haldið áfram að gefa hana svo lengi sem það hentar þér og barninu.

Gott að tyggja

Hverju þroskaskeiði hentar ákveðinn matur. Börn þroskast hvert á sínum hraða og þess vegna er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær barnið er tilbúið fyrir næstu tegund af barnamat. Aldurstölurnar eru þannig aðeins til viðmiðunar.

Börn sem eru um það bil átta mánaða eru búin að læra að nota tunguna til að færa matinn til í munninum. Það þýðir að þau geta tuggið báðum megin. Barnið þitt þarf þá að fá meira að tyggja. Þá er að auki kominn tími til að stækka matseðilinn. Nú borðar barnið meira að segja stundum sama mat og hinir. Barnið þitt getur setið við matarborðið og borðað það sama og aðrir í fjölskyldunni. Skyndilega er hægt að hafa venjulegar fjölskyldumáltíðir, sem er góð tilfinning fyrir börn og fullorðna. Móðurmjólkin er áfram mjög holl fyrir barnið. Því skal brjóstagjöf haldið áfram svo lengi sem það gengur vel.

Almennur þroski
Nú byrjar krefjandi tími í lífi barnsins. Barnið getur sjálft sest upp og setið án stuðnings, það getur líka vinkað og þekkir nafnið sitt. Nú áttar það sig betur á hljóðum og fer að geta tengt tvö atkvæði. Hátt og skýrt! Það er líka á þessu tímabili sem barnið reynir að standa upp. Mörg byrja að rífa og tæta. Samtímis fer barnið nú að skilja að það er sjálfstæður einstaklingur og ekki sama manneskja og mamma eða pabbi. Mörg börn verða ofurlítið óróleg, feimin eða varfærin á þessu tímabili og það er mikilvægt að skilja að sum fá mikla þörf til að sýna að þau hafa sterkan vilja. Þess vegna getur auðveldlega komið upp þvermóðska þegar kemur að því að borða og tilfelli þar sem barnið neitar að borða hitt og þetta. Þá er mjög mikilvægt að bjóða barninu upp á tilbreytingu í mat. Leyfðu barninu að vera með, leyfðu því að tína matinn upp í munninn, borða með höndunum, prófa sjálft. Hafðu það sem markmið að það sé gaman við matborðið og að barnið fái að taka virkan þátt.

Af hverju einmitt núna?
Á þessum aldri eru börn oftast komin með nokkrar tennur. Þess vegna þurfa þau mat sem hefur meiri mótstöðu. Það er líka fyrst núna sem barnið getur notað tunguna til að færa matinn til í munninum. Af því leiðir að það getur tuggið báðum megin. Barnið þitt þarf líka meiri mat en áður. Nú er tími til að koma á föstum matmálstímum. Magi barnsins hefur líka þroskast og þolir meira. Ef móðir og barn eru ánægð er um að gera að halda brjóstagjöf áfram, til dæmis kvölds og morgna.

Hvernig á maturinn að vera?
Nú þarf barnið mjúka kjötbita, fisk, grænmeti og brauð. Prófaðu þig áfram og vertu hjá barninu á meðan það æfist í að borða bita. Góð næring er að sjálfsögðu mikilvæg þegar barnið fer að hreyfa sig meira. Um leið eykst krafan um fjölbreytni, bæði til að auka næringarinnihald og forðast matvendni.

Á fullri ferð

Hverju þroskaskeiði hentar ákveðinn matur. Börn þroskast hvert á sínum hraða og þess vegna er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær barnið er tilbúið fyrir næstu tegund af barnamat. Aldurstölurnar eru þannig aðeins til viðmiðunar.

Í lok fyrsta ársins eru fínhreyfingar barnsins orðnar svo þroskaðar að það getur lært að borða alveg sjálft. Á þessum aldri getur barnið tuggið með lokaðan munn, alveg eins og fullorðnir. (Ekki nöldra yfir borðsiðum barnsins, mundu að maturinn smakkast best í rólegheitum. Barnið lærir meira af því sem þú gerir en því sem þú segir). Annað árið er spennandi og gefandi tímabil. Nú uppgötvar barnið tungumálið, leikina, vinina og stóra heiminn fyrir utan. Ímyndaðu þér tilfinninguna að standa upp og ganga eftir að hafa skriðið alla ævi. Matarvenjur breytast – nú kemur fullorðinsmaturinn!

Almennur þroski
Nú er ungbarnaaldurinn liðinn. Barnið skríður, stendur upp og kannski hefur það nú þegar sleppt sér og er farið að ganga. Hann eða hún byrjar að nota tungumálið á eigin spýtur. Heilinn er orðinn þroskaðri, barnið hugsar meira og getur skipulagt aðgerðir í mörgum skrefum. Skopskynið þroskast hratt og barnið hlær oft að því sem er skemmtilegt. Gleðin yfir að uppgötva er auk þess endalaus.

Af hverju núna?
Nú er hreyfiþroskinn orðinn svo góður að barnið getur haldið á skeið og byrjað að borða hjálparlaust. Auk þess getur barnið tekið upp bolla með stút, drukkið og lagt hann frá sér aftur. Munnhreyfingarnar eru orðnar þroskaðari. Nú getur barnið lokað munninum þegar það kyngir, alveg eins og fullorðnir.

Hvernig á maturinn að vera?
Þar sem barnið skríður hratt um allt, gengur og jafnvel hleypur, þarf það meiri orku en nokkru sinni áður. Maturinn þarf að veita næga orku og innihalda mikið af vítamínum og steinefnum. Matur barnsins verður æ líkari mat þeirra sem eldri eru. Nú þarf það litla bita til að tyggja, fleiri spennandi bragðtegundir og meiri fjölbreytni. Oftast getur þú gefið því sama mat og þeir fullorðnu borða, en stundum gæti hann verið of sterkur eða áferðin óhentug. Þá er góður kostur að gefa stundum barnamat í krukku áfram.

Fylgdu mér í gegnum fyrsta árið

Móðurmjólkin

Fyrstu mánuðina er brjóstamjólk fullkomin fæða fyrir ungbarnið frá næringarlegu sjónarmiði. Ekki síður er þægilegt að hafa við höndina ferskan og hæfilega heitan mat hvar og hvenær sem þörf er á. Hafðu samband við heilsugæsluna til að fá aðstoð ef erfiðleikar koma upp við brjóstagjöfina.

Sjá meira

Fyrstu smáskammtarnir

Við fjögurra mánaða aldur er í fyrsta lagi hægt að leyfa barninu að smakka fasta fæðu. Móðurmjólkin er þó enn aðalnæringin og mælt er með að barnið sé eingöngu á brjósti fyrstu 6 mánuðina. Fyrstu skammtarnir eru mildir og góðir og innihalda eina eða fáar tegundir hráefnis. Þeir eru matreiddir þannig að barnið getur auðveldlega formað matinn og kyngt honum þægilega.

Sjá meira

Nýjar bragðtegundir

Það má byrja að gefa mat með aðeins grófari áferð þegar farið er að ganga vel með litlu skammtana. Barnið er enn á brjósti en líklega er áhugi þess á mat að aukast. Leyfið barninu að læra að borða á sínum hraða, upplifa öryggi og ánægju og kynnast smám saman fleiri og fjölbreyttari bragðtegundum.

Sjá meira

Gott að tyggja

Þegar barnið er komið með nokkrar tennur, oftast um 8 mánaða aldurinn, er kominn tími til að byrja að gefa mat með bitum. Barnið klæjar í gómana og vill tyggja. Nú þarf það líka meiri mat en áður. Það má gjarnan halda áfram brjóstagjöf samhliða föstum matartímum en nú er réttur tími til að gefa hollan og fjölbreyttan mat og leggja grunn að góðum matarvenjum fyrir lífstíð.

Sjá meira

Á fullri ferð

Við 12 mánaða aldurinn er barnið orðið virkara og komið með nógu þroskaðar fínhreyfingar til að geta borðað sjálft. Maturinn þarf að veita mikla orku og innihalda mikið af vítamínum og steinefnum. Barnið vill mat með meira og fjölbreyttara bragði og borðar ýmist sama mat og hinir í fjölskyldunni eða barnamat, eftir því hvort hentar í hvert skipti.

Sjá meira