Innihald:

Tómatar, soðið heilkornapasta (heilkorna durumhveiti) 18%, vatn, nautakjöt (10%), gulrætur, nýpur, hveiti, laukur, grænmetisolía (repju, sólblóma), oregano.

Inniheldur 53% grænmeti.

Fela næringarinnihald
Næringarinnihald: í 100 g
Orka kJ 329
kkal 78
Prótín g 3,4
Kolvetni, þar af g 8,8
sykrur* g 2,5
Fita, þar af g 3,0
    mettaðar fitusýrur g 0,8
Trefjar g 1,3
Natríum mg 0,01
Spagettí með kjötsósu

NÝ BRAGÐGÓÐ UPPSKRFT
GÓÐ FITUSAMSETNING

Við höfum skoðað hvað það er sem gerir spagetti með kjötsósu virkilega gott á bragðið og höfum þróað nýja, bragðbetri uppskrift byggða á þessari könnun. Nú er kjötsósan okkar með meiri fyllingu og meiri heimalagaðri áferð og góðu jurta og grænmetisbragði. Spagetti og kjötsósa er alveg án allra aukaefna og viðbætts salts og er gert með heilkornaspagetti. Þar að auki innihalda allir heitir réttir frá Nestlé góða fitusamsetningu og litla mettaða fitu. Í stuttu máli, virkilega góð næring sem hentar bragðlaukum barnsins þíns!

Gott hráefni er aðalatriðið í réttunum okkar. Þú getur verið viss um að réttirnir innihaldi rétta bitastærð fyrir hvern aldurshóp. Lítil börn þurfa meiri fitu en fullorðnir en rétta tegund af fitu. Réttirnir okkar innihalda því lítið af mettaðri fitu og hafa gott jafnvægi á milli fitusýranna omega-3 (alfa-línólensýru) og omega-6 (línólsýru).

Við setjum fyrirvara um mögulegar breytingar á innihaldsefnum. Lesið því alltaf innihaldslýsinguna.

MatreiðslanGeymsla

Takið lokið af.
Hitið hæfilegan skammt í vatnsbaði, beint í potti eða á diski í örbylgjuofni (ein krukka – 750 W í u.þ.b. 20 sek.).
Hrærið og gætið þess að maturinn sé ekki of heitur.
Gefið alltaf af diski.

Lokað glas geymist við stofuhita. Opið glas með lokið skrúfað á má geyma í um 2 daga í kæliskáp.
Rotvarnar- og litarefni eru ekki leyfð við framleiðslu á barnamat.