Barnamatur til útlanda

Á maður að taka með sér barnamat í ferðalagið?

Áður en lagt er af stað í ferðalag er þetta spurning sem oft kemur upp: Eigum við að taka barnamat með til útlanda?

Sem foreldrar viljum við að sjálfsögðu vera örugg um að finna mat sem þínu barni líkar. Margir pakka niður barnamat en í raun er til fullt af hollum og góðum barnamat hvort sem þú ferðast til Evrópu eða eitthvert annað í heiminum. Hér eru nokkur ráð til ykkar sem ætlið að ferðast með ung börn.

Fyrir ykkur sem ferðist til Norðurlandanna þá er úrvalið af barnamat að miklu leyti það sama eða meira en þið eruð vön hér heima í krukkumat, ávaxtamauki í plastumbúðum og grautum. Nær allur barnamatur sem er seldur á Norðurlöndunum kemur frá sama framleiðanda í Svíþjóð og Finnlandi og úrvalið er fjölbreytt á öllum Norðurlöndunum. Að sjálfsögðu er matarmenning mismunandi jafnvel innan Norðurlandanna og það kemur einnig fram í mismunandi framboði á barnamat.

Sama stranga regluverkið gildir um innihald og samsetningu á barnamat í allri Evrópu, óháð hvar hann er framleiddur. Í Evrópu er fjölbreytt úrval af Nestlé barnamat, við höfum mikið úrval í Frakklandi, Þýskalandi, Portúgal, Ítalíu og Spáni þar á meðal Mallorka. Í mörgum löndum getur þú fundið margar staðbundar bragðtegundir. Hvert land er oft með sitt staðbundna uppáhald. Þar sem við höfum ólíka matarmenningu milli landa eru vörurnar mismunandi bæði að bragði og áferð. Á hinn bóginn er það jú hluti af ferðalaginu til útlanda að smakka matinn á staðnum!

Í mörgum löndum er staðbundið nafn auk Nestlé nafnsins á umbúðunum og stundum staðbundið nafn á vöru sem þú þekkir heiman frá. Til dæmis heitum við Nestlé Bona í Finnlandi, Nestlé Mio á Ítalíu, Beba í Þýskalandi. Í Frakklandi og á Spáni finnur þú mikið úrval af Nestlé Naturnes.

Í Asíu er auðvelt að finna Nestlé grauta en þá finnur þú undir nafninu Cerelac. Krukkumatur er ekki eins algengur.

Allur barnamatur frá Nestlé uppfyllir sömu gæðakröfur þ.a. að þú getur verið fullviss um að maturinn sem hefur okkar vörumerki er öruggur, hollur og góður. Við hjá Nestlé höfum jú meira en 140 ára reynslu af að laga mismunandi gerðir af barnamat út um allan heim.

Hvernig ferð þú að í fríinu? Tekur þú með barnamat eða kaupir þú mat á staðnum?

Á http://www.nestlebaby.com finnur þú Nestlé um allan heim og getur kíkt á hvaða barnamat er að finna í því landi sem þú ætlar að ferðast til.

Nestlé barnamatur