Árlega hafa margir foreldrar samband við okkur. Hér höfum við safnað saman algengustu spurningunum og svörum okkar.

Þú getur haft samband við okkur með því að senda okkur póst á netfangið: barnamatur@barnamatur.is

Hvernig útbý ég barnamatinn?

Hitaðu bara upp mátulega mikið úr krukkunni að það henti í eina máltíð. Í örbylgjuofninum hitar þú matinn á diski eða í opinni krukkunni. 20-30 sekúndur (eftir því hvort krukkan er lítil eða stór) er hæfilegur tími í 750 W örbylgjuofni. Ef þú átt kraftminni ofn getur þú aukið tímann ofurlítið. Mundu að hræra í þannig að maturinn verði ekki misheitur. Þú getur líka hitað matinn í potti við vægan hita eða sett opna krukku í volgt vatn og hitað hægt. Til öryggis ættir þú alltaf að athuga hvort maturinn sé hæfilega heitur áður en þú gefur barninu þínu.

Hvernig stendur á brúnu/svörtu skáninni sem stundum sest innan á lokið á krukkunni?

Skánin myndast við framleiðslu og er alveg hættulaus. Maturinn hefur snert lokið og þornað.

Þarf maður alltaf að hita barnamat í krukkum?

Ekki endilega. Flestum finnst hann bestur volgur en hann má bæði borða kaldan og volgan. Ávaxtamaukin og eftirréttina þarftu að sjálfsögðu ekki að hita.

Get ég sett krukkuna með barnamatnum beint inn í örbylgjuofninn?

Við mælum með því að þú takir það sem þú þarft af mat og setjir á diskinn áður en þú setur hann í örbylgjuofninn. Að sjálfsögðu þarf að taka málmlokið af áður en krukkan er sett í örbylgjuofninn.

Hvernig hita ég mat í vatnsbaði?

Þú opnar krukkuna, tekur lokið af og setur glasið í pott með volgu vatni. Hitaðu á lágum hita.

Get ég gefið matinn beint úr krukkunni?

Það getur þú að sjálfsögðu gert ef þú þarft, þótt það sé fallegra að setja matinn á disk. Mundu að þú átt ekki að geyma mat sem er leift. Ef munnvatn barnsins kemst í krukkuna geta bakteríur fjölgað sér í matnum sem eftir verður.

Hvers vegna notið þið ekki glerkrukkurnar aftur og aftur?

Af umhverfisástæðum vildum við gjarna gera það, en af hreinlætis- og öryggisástæðum getum við ekki gert það. Við gætum til dæmis ekki verið viss um að krukkurnar væru algjörlega óskemmdar. Jafnvel minnstu sprungur geta fjölgað bakteríum og loft komist í matinn og eyðilagt hann. En farið með tómu krukkurnar í endurvinnslu, þannig geta þær orðið að nýjum krukkum.

Er hægt að endurvinna umbúðirnar?

Allar umbúðir má endurvinna. Grautarpakkarnir eru framleiddir úr óbleiktum, endurunnum pappír og innri umbúðirnar í grautarpökkunum eru úr áli. Krukkurnar má bræða upp aftur og aftur og búa til nýjar. Þitt framlag getur falist í því að fara með tómar krukkur á endurvinnslustöð, setja lok og álpoka í gáma undir málm og flokka tóma grautarpakka með öðrum endurvinnanlegum pappír.

Hvað ætti ég ekki að gefa barninu mínu?

  • Forðastu blaðgrænmeti eins og spínat, ruccola og mangold. Þetta grænmeti inniheldur nítröt sem getur breyst í nítrít sem er skaðlegt barninu og haft áhrif á flutning súrefnis hjá barninu.
  • Hunang: Börn eiga ekki að fá hunang fyrsta árið vegna hættu á að í því gæti verið gró af bakteríunni Clostridium botulinum. Þarmaflóra ungbarna (yngri en 12 mánaða) sem eru á brjósti er ekki fullþróuð. Þessi baktería getur valdið eitrun sem kallast ungbarnabótúlismi.
  • Heilar hnetur og möndlur geta auðveldlega fest í hálsi barna. Hins vegar er óhætt að nota fínt hakkaðar hnetur og möndlur í matargerð.
  • Mjólk, súrmjólk og jógúrt: Mjólkurmatur er mjög kalkríkur en inniheldur lítið járn. Bíddu með að gefa kúamjólk þar til barnið nær eins árs aldri.
  • Salt: Ekki salta matinn sem barnið fær. Nýru barnanna eru ekki nógu þroskuð og þola ekki mikið salt. Nestlé barnamatur fyrir börn 12 mánaða og yngri inniheldur aldrei viðbætt salt.

Er mikill sykur í tilbúnum barnamat?

Þú þarft ekki að hafa samviskubit ef þú velur tilbúinn barnamat. Barnamatur í krukkum og allur annar barnamatur sem fæst í búðum þarf að uppfylla ströng skilyrði um innihald og samsetningu. Ef þú velur Nestlé barnamat getur þú verið örugg um að næringarinnihaldið er rétt fyrir barnið þitt. Barnamatur frá Nestlé fyrir börn sem eru 12 mánaða eða yngri inniheldur aldrei viðbættan sykur. Öll kolvetni brotna niður í líkamanum í sykrur, þetta er náttúrulegt og nauðsynlegt ferli til þess að við fáum næga orku.

Lestu einnig góða grein um sykur í barnagrautum: Sætari en þú heldur.

Er næringarinnihald mismunandi milli þurrmjólkurdufts og tilbúinni þurrmjólkurblöndu í fernu?

Nei, næringarinnihaldið er það sama.
Tilbúna mjólkin er hentug til að taka með í skiptitöskunni eða í ferðir. Sumum finnst tilbúna mjólkin hafa sléttari áferð og duftblandan vera aðeins kornóttari en þetta má forðast með því að nota aðeins heitara vatn þegar duftið er blandað og kæla það svo niður áður en barninu er gefið.

Get ég notað tilbúna mjólkurfernu (200 ml) ef barnið mitt drekkur bara 60 ml í einu?

Já, öll börn hafa mismunandi matarlyst. Þú hellir einfaldlega í pela því magni sem þú ætlar að nota og geymir restina úr fernunni í kæliskáp fram að næstu gjöf. Opna fernu má geyma í um sólarhring í kæliskáp.

Get ég blandað nokkra pela í einu?

Við mælum með að þú blandir bara einn pela (eina máltíð) í einu til að forðast bakteríuvöxt. Hins vegar er þér óhætt að sjóða meira vatn og hafa það tilbúið í kæliskáp fyrir næstu máltíð. Geymdu soðið vatn í lokuðum umbúðum í kæliskápnum. Þegar kominn er tími fyrir næstu máltið hitar þú vatnið upp t.d. í örbylgjuofni (passaðu að vökvar hitna oft ójaftn í örbylju), blandaðu við duftið, hristu vel og gefðu barninu þegar þú hefur fullvissað þig um að hitastigið er rétt.
Þegar þú hefur blandað saman dufti og vatni skaltu nota blönduna strax til að hafa hana eins ferska og hægt er.

Hvenær má ég byrja að gefa graut?

Graut er gott að byrja að gefa í litlum skömmtum um 6 mánaða en aldrei fyrr en um 4 mánaða.
Það getur verið gott að gefa graut sem inniheldur glúten meðan barnið er enn á brjósti. Brjóstagjöf samhliða graut sem inniheldur glúten getur varið barnið gegn glútenóþoli.

Hvaða munur er á grautum miðað við aldur?

Spurningin hljómaði svona: Sonur minn er 8 mánaða en elskar 4 mánaða grautinn – verð ég að skipta um tegund?

Grautarnir henta aldri og þroska barnsins sem þýðir að magn heilkorna og trefja eykst með aldri. Áferðin breytist einnig og verður grófari og gefur meiri mótstöðu þegar barnið tyggur. Þú getur alveg haldið áfram með graut úr yngri aldursflokki eins lengi og þú vilt en prófaðu að gefa 8 mánaða graut inni á milli til að auka fjölbreytnina.

Getið þið sagt mér aðeins frá breytingum sem hafa orðið á grautunum ykkar?

Nýjir grautar í nýjum umbúðum komu í verslanir á þessu ári (2012).

Nestlé grautarnir innihéldu ekki viðbættan sykur áður en nú hefur Nestlé tekist að búa til bragðgóða grauta fyrir allan aldur án eða með minna af ávaxtasafaþykkni sem er ein tegund ávaxtasykurs. Með því að minnka magn ávaxtasafaþykknis mikið hefur kolvetnunum fækkað eitthvað og grauturinn orðið hreinni, minna sætt bragð.

Í bragðprófunum sem hafa verið framkvæmd hafa grautarnir fengið toppeinkunn þ.a. “hreina” bragðið er vel þegið. Ef þú vilt fá meira ávaxtabragð getur þú bætt ferskum ávöxtum eða ávaxtamauki út í lagaðan graut.

Hvers vegna er brjóstagjöf besta vörnin?

Landlæknir mælir með því að öll börn séu höfð á brjósti til 6 mánaða aldurs og fái síðan að kynnast fastri fæðu. Orkan og næringin sem er í brjóstamjólk er fullnægjandi fyrir flest börn þar til þau ná 6 mánaða aldri. Rannsóknir sýna enn fremur að börn sem höfð eru á brjósti fái færri sýkingar á fyrstu 6 mánuðunum.

Brjóstamjólk hentar barninu og næringarþörf þess fullkomlega og inniheldur ýmis efni sem vernda gegn sýkingum. Þarmaflóra brjóstmylkinga einkennist af bifidobakteríum sem eru góðar bakteríur og auka viðnám gegn sýkingum og geta virkað jákvætt á ónæmiskerfið.

Er heilsufarslegur munur á börnum sem fæðast um fæðingarveg eða eftir keisaraskurð?

Margar rannsóknir sýna að börn sem fæðast eftir keisaraskurð eru lengur að mynda vissa bakteríustofna í þörmunum sem eru taldir góðir fyrir heilsuna – þessar jákvæðu bakteríur sem við höfum öll í þörmunum og stuðla að heilbrigðri þarmaflóru.

Þetta getur haft áhrif á þróun ónæmiskerfisins og við höfum séð að börn sem fæðast eftir keisaraskurð eru í meiri hættu á að fá exem og ofnæmi fyrir sumum fæðutegundum.

Fyrir fæðingu eru þarmarnir sterílir en um leið og barnið fæðist byrja bakteríur að myndast í þörmunum.

Bakteríur frá fæðingunni og frá húð móður við brjóstagjöf hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þarmaflórunni ásamt öðrum umhverfisþáttum. Við fæðingu með keisara kemst barnið í snertingu við færri bakteríur.

Brjóstagjöf er besta vörnin fyrir litla barnið þar sem brjóstamjólkin inniheldur efni sem hjálpa til við að skapa heilbrigða þarmaflóru.