Gæði og öryggi: Þú getur treyst Nestlé

Mjög strangar reglugerðir gilda um barnamat samanborið við sambærilegar vörur fyrir fullorðna. Hjá Nestlé göngum við enn lengra en lögin skylda okkur til. Þetta gerum við til að tryggja þér mestu gæði og öryggi sem völ er á og standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til okkar.

Þegar þú velur vörur frá okkur geturðu gengið að því vísu að strangt eftirlit sé með sykur- og saltinnihaldi og réttu fituhlutfalli fyrir börn. Við höfum þróað okkar eigin aðferðir við að útbúa mat fyrir börn sem gera hann í senn næringarríkan og bragðgóðan.

Við tökum skuldbindingar okkar eins hátíðlega núna og Henri Nestlé gerði þegar hann stofnaði fyrirtækið fyrir meira en 140 árum. Árið 1993 tók Nestlé upp nýtt gæðastjórnunarkerfi sem stendur vörð um gæði alls staðar í framleiðsluferlinu, „úr jörð og upp á borð“.

Að búa til barnamat eru mikil vísindi

Við höfum framleitt næringarríkan barnamat síðan 1867.

Maturinn sem við búum til fyrir börn á ekki bara að bragðast vel heldur á hann að gefa litlum börnum allt sem þau þarfnast til að fá gott veganesti út í lífið. Þess vegna notum við sérvalið ferskt hráefni og leggjum ríka áherslu á öryggismál við framleiðslu matarins.

Við erum að búa til mat fyrir mikilvægustu manneskjur í heiminum.

 

Upplýsingar

Danól
Nestlé barnamatur
Tunguhálsi 19
110 Reykjavík
Sími 595 8100
barnamatur@barnamatur.is

Grautarnir eru flestir framleiddir í Svíþjóð og krukkumaturinn er að mestu framleiddur í Finnlandi.

Nestlé í Noregi.