Upplýsingar um næringargildi

Nestlé leggur sig fram um að gefa greinargóðar upplýsingar um næringarinnihald í barnamatnum. Þegar þið lesið næringarinnihaldið og sjáið kolvetni þar af sykrur – eða “karbohydrat hvor af sukkerarter” er EKKI átt við viðbættan sykur því eins og þið vitið er aldrei viðbættur sykur í barnamatnum okkar. Hér er verið að mæla náttúrulegar sykrur sem koma frá náttúrunnar hendi úr hráefnunum sem notuð eru í vöruna – t.d. ávöxtunum sjálfum.

Takið eftir stjörnunni * sem er fyrir aftan Karbohydrat, hvorav sukkerarter* á umbúðum. Stjarnan vísar í texta sem er neðst í eða undir næringarinnihaldstöflunni sem segir að þetta sé ekki viðbættur sykur heldur náttúrulegur sykur sem kemur frá náttúrunnar hendi úr hráefnunum.

Á myndinni sem fylgir þessari grein má lesa skýrum stöfum framan á pakkningunni:

  • Usukret þýðir ósykrað – með öðrum orðum án viðbætts sykurs. Lestu meira um muninn á sykri og sykri.
  • Beriket með jern, jod, kalsium og vitaminer þýðir að grauturinn er járn, joð, kalk og vítamínbættur.

Einnig bendum við á að undir Vörutegundir hér á síðunni okkar er að finna allan okkar barnamat sem fæst á Íslandi með innihaldslýsingu og næringarupplýsingum á íslensku.

 

Ef þið viljið fræðast meira um sykrur þá er flott grein inni á vísindavef Háskóla Íslands um sykrur.

Einnig heldur hjartalæknirinn Axel F. Sigurðsson út frábærri síðu um mataræði og þar má finna þessa grein um kolvetni.

 

Nestlé barnamatur
Tengdar vörur